Jói var okkar stoð og stytta 17. maí 2005 00:01 "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
"Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent