Nauðgunarfórnarlambi vísað frá 22. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera. Konan vildi leggja fram kæru daginn eftir atburðinn og vildi að málið yrði tekið fyrir samdægurs. Lögreglufulltrúi tjáði konunni, þegar hún vildi leggja fram kæru, að lögreglumenn væru á námskeiði og því væri ekki mannskapur til að taka á móti kærunni. Konunni reyndist því ekki unnt að leggja fram kæru fyrr en daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms í málinu í dag er það talið ámælisvert að lögreglan skuli ekki hafa tekið við kærunni samstundis. Maðurinn sem konan kærði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn henni en hann var ákærður fyrir að hafa með ofbeldi, og hótunum um ofbeldi, þröngvað hana til samræðis. Þau höfðu átt í stormasömu ástarsambandi en hætt saman skömmu fyrir atburðinn. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hefðu ákveðið að hafa kynmök, en því neitaði konan. Héraðsdómur taldi framburð mannsins ótrúverðugan. Hann á að baki langan sakaferil en samanlögð óskilorðsbundin refsing hans nemur tæplega sjö árum. Hann hefur hlotið 13 refsidóma frá árinu 1985, þar af tæplega þriggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Héraðsdómur taldi brot mannsins alvarlegt og þótti hann hafa sýnt einbeittan brotavilja. Allt þetta hafði áhrif til refsihækkunar. Taldi dómurinn hæfilega refsingu tveggja ára fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera. Konan vildi leggja fram kæru daginn eftir atburðinn og vildi að málið yrði tekið fyrir samdægurs. Lögreglufulltrúi tjáði konunni, þegar hún vildi leggja fram kæru, að lögreglumenn væru á námskeiði og því væri ekki mannskapur til að taka á móti kærunni. Konunni reyndist því ekki unnt að leggja fram kæru fyrr en daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms í málinu í dag er það talið ámælisvert að lögreglan skuli ekki hafa tekið við kærunni samstundis. Maðurinn sem konan kærði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn henni en hann var ákærður fyrir að hafa með ofbeldi, og hótunum um ofbeldi, þröngvað hana til samræðis. Þau höfðu átt í stormasömu ástarsambandi en hætt saman skömmu fyrir atburðinn. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hefðu ákveðið að hafa kynmök, en því neitaði konan. Héraðsdómur taldi framburð mannsins ótrúverðugan. Hann á að baki langan sakaferil en samanlögð óskilorðsbundin refsing hans nemur tæplega sjö árum. Hann hefur hlotið 13 refsidóma frá árinu 1985, þar af tæplega þriggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Héraðsdómur taldi brot mannsins alvarlegt og þótti hann hafa sýnt einbeittan brotavilja. Allt þetta hafði áhrif til refsihækkunar. Taldi dómurinn hæfilega refsingu tveggja ára fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira