Marktækt að spyrja um stuðning 12. janúar 2005 00:01 Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira