Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma 5. september 2005 00:01 Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn. Innlent Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn.
Innlent Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira