Efast um niðurstöðu krufningar 24. ágúst 2005 00:01 Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Arnfríður Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður tekur á föstudag afstöðu til kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar, verjanda Lofts Jens Magnússonar, um að kvaddir verði til matsmenn til að fara yfir krufningarskýrslu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Lofti Jens er gefið að sök að hafa með hnefahöggi banað Ragnari Björnssyni á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ í byrjun desember sl. Björn Ólafur telur Þóru hafa látið hjá líða að rannsaka til hlítar þætti sem verið gætu skjólstæðingi hans til hagsbóta. Hann sagði álit réttarmeinafræðingsins litað af fullyrðingum og að hún hafi augljóslega orðið fyrir áhrifum af skýrslu lögreglu sem fylgdi krufningarbeiðninni. Hann segir Þóru í skýrslu sinni hafa vísað til upplýsinga frá lögreglu um að Ragnar hafi "orðið fyrir hnefahöggi af ásetningi" og út af því lagt að "um manndráp að ræða." Taldi Björn Ólafur hlutverk dómara að skera úr um slíkt. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fór fram á að kröfu Björns Ólafs yrði hafnað og benti á nauðsyn þess að réttarmeinafræðingur fengi afhentar grunnupplýsingar um málsatvik starfa sinna vegna. "Verjandi hefur engin rök fært fram fyrir því að hlutdrægni hafi verið gætt," sagði hún og bætti við að ekki væri hlutverk dómkvaddra matsmanna að gefa umsagnir um fyrirliggjandi gögn. "Krufning hefur þegar farið fram," sagði hún. Þá hafnaði dómari í gær beiðni Björns Ólafs um lokað þinghald meðan rædd væri krafa hans um tilkvaðningu matsmanna. Hann sagði fréttaflutning af málinu á stundum hafa verið rangan og byggði kröfu sína á því. Ákæruvaldið tók ekki undir kröfuna og vísaði til þeirrar meginreglu að réttarhöld skuli fara fram í heyranda hljóði. Dómari sagði ekki nægilegt tilefni til að verða við kröfu lögmannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira