Æðra stjórnvald stjórni ekki 20. maí 2005 00:01 Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Yfirvöld eiga ekki að skipta sér af ættleiðingarferli ef barnaverndarnefnd hefur skorið úr um hvort einhver sé hæfur til að ættleiða eða ekki. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um mál Lilju Sæmundsdóttur sem hefur verið hafnað um að fá að ættleiða vegna þess að hún þykir of feit. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur dómsmálaráðuneytið neitað Lilju Sæmundsdóttur um að ættleiða barn vegna offitu. Hún höfðaði því mál gegn íslenska ríkinu en málið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Lilju, segir starf dómsmálaráðuneytisins vera að gæta hagsmuna barna en ráðuneytinu hafi þó ekki tekist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Lilja skilaði inn vottorði frá hjartalækni sem fann ekkert að Lilju, hún væri við hestaheilsu, en ráðuneytið tók það ekki til greina. Þá tók ráðuneytið ekki mark á umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti með að Lilja fengi að ættleiða. Ráðuneytið vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra einstæðu kvenna sem fékk að ættleiða. Hún segir ættleiðingarlögin að mörgu leyti of ströng og að útlit fólks sé ekki þáttur sem horfa eigi til í þessum málum. Að hennar mati komi það yfirvöldum ekkert við í ferli sem þessu. Þórunn segir yfirvaldið geta verið ósanngjarnt. Þegar félagsmálayfirvöld í sveitarfélagi hafi samþykkt viðkomandi sjái hún ekki nein rök fyrir því að æðra stjórnvald setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytistjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekkert eitt atriði hafi ráðið því að umsókn Lilju hafi verið hafnað. Það að hún sé einhleyp, 47 ára gömul og of feit hafi allt spilað saman. Þá sagði Þorsteinn að litið hafi verið til lagaskilyrða heildstætt sem hafi leitt til þess að ráðuneytið hafi orðið að synja umsók hennar. Lögmaður Lilju segir ekki vera samræmi í því hvernig ráðuneytið velji á milli fólks sem sæki um að ættleiða og fordómar gagnvart Lilju séu ekki ásættanlegir. Ragnar segist bjartsýnn á að Lilja vinni málið og engin rök séu fyrir því að Lilja fái ekki að ættleiða.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira