Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum 4. september 2005 00:01 Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira