Ríkið niðurgreiðir rafmagnið 15. janúar 2005 00:01 Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira