Sagði eiginkonu hafa viljað deyja 27. maí 2005 00:01 Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira