Kona játaði aðild að morðinu 13. júlí 2005 00:01 Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Desireé Oberholzer, 43 ára gömul kona, sem handtekin var í tengslum við morðið á Gísla Þorkelssyni, 54 ára gömlum Íslendingi búsettum í Suður-Afríku, játaði í gær aðild að málinu. Einnig situr í haldi vegna málsins 28 ára gamall maður að nafni Willie Theron. Þau voru leidd fyrir dómara í Boksburg í Suður-Afríku í gær, en réttað verður í máli þeirra 22. ágúst. Fólkið er sakað um morð, þjófnað, fjársvik og um að hindra framgang réttvísinnar. Nafn Gísla var gert opinbert í gær eftir að haft hafði verið samband við hans nánustu ættingja, en hann á fjögur eldri systkyni og uppkominn son sem býr á Íslandi. Vinkona Gísla í Jóhannesarborg bar í gærmorgun kennsl á lík hans í líkhúsinu í Germiston, en lögregla hafði óttast að það tæki langan tíma vegna þess hve rotnun líksins var langt á veg komin. Líkið var falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sást í fæturna og hafði verið þar í um fimm vikur. Tunnan var geymd í bakgarði leigusala Willies Therons í norðurhluta Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Sá fann líkið fyrir tilviljun þegar hann færði til tunnuna. Ekki hefur enn verið skorið úr um hvernig parið myrti Gísla en Andy Pieke, talsmaður lögreglu, segir standa til að krufning fari fram í dag. Gísli er sagður hafa kynnst konunni fyrir nokkru síðan en þegar parið sem grunað er um að hafa myrt hann var handtekið höfðu þau meðal annars selt bíl hans. Þá höfðu þau reynt að komast yfir peninga á bankareikningi Gísla en ekki tekist. Smári Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, sagði málið alfarið vera á könnu lögregluyfirvalda í Suður-Afríku. Embættið hafi engu síður haft fregnir af rannsókn málsins frá lögreglu þar. "Ekkert formlegt, heldur bara í síma," segir hann og taldi lögreglu ytra furða sig nokkuð á athyglinni sem málið vekti hér heima. "Þeir fá sennilega jafnmörg mál á dag og við á nokkrum árum."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira