Hnuplað fyrir milljarða 11. október 2005 00:01 Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Það er ljóst að þjófnaður í verslunum á Íslandi er talsvert vandamál, að minnsta kosti ef litið er á þá háu tölu sem sýnir umfang þess. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var umfangi og ástæðum rýrnunar vegna þjófnaða og svika í verslunum í tuttugu og fimm Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi, þá stálu landsmenn fyrir 1,8 milljarða króna í fyrra. Athygli vekur, í samanburði við hin löndin, að þjófnaður starfsmanna í verslunum er mestur hér á landi, en þjófnaður viðskiptavina minnstur. Mestum verðmætum er stolið í fataverslunum, raftækjaverslunum og öðrum sérverslunum, og miklu er einnig stolið í dagvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Gunnar Ingi Sigurðsson, segir oft sama fólkið ítrekað tekið fyrir þjófnað, fólk á öllum aldri. Nánast öllu sé stolið, allt frá geisladiskum, matvörum upp í sjónvarpstæki. Gunnar nefnir sem dæmi mann sem komið hafi á hækjum inn í verlsunina og sett sjónvarp í innkaupakerru og fengið aðstoð starfsmanns við að koma tækinu, ógreiddu, út í bíl. Hann hafi svo verið nappaður þegar hann náðist. En hvers vegna stelur fólk? Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir ýmsar ástæður vera fyrir því; blankheit og ýmislegt annað. Þórarinn Hjaltason segir að þeir sem eru stelsjúkir gangist undir svipaða meðferð og þeir sem stríða við spilafíkn. Unnið sé með hugræna þáttinn og reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja afleiðingar gjörða sinna, og einnig að fá hann, ef hann stelur áfram, til þess að skila vörunni tilbaka. Þórarinn segir að skða þurfi ástæður þess að fólk steli og oftar en ekki sé það spennan við hnuplið sem heilli; spennufallið þegar hnuplinu sé lokið sé fíknin sem fólk sækist í. Kostnaður við öryggiseftirlit er áætlaður 500 milljónir króna. Samtals er kostnaður við hnupl og þjófnaði talinn vera 2,3 milljarðar, eða átta þúsund krónur á mann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira