Innlent

Fischer að lenda á Kastrup

Flugvél Bobbys Fischers sem kemur frá Japan er nú í aðflugi að Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og á hún lenda á vellinum eftir um stundarfjórðung. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt eftir að hann undirritaði yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Á Kastrup-flugvelli bíður Sæmundur Pálsson, góðvinur Fischers, ásamt Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, og heldur Fischer í kjölfarið með þotu þaðan til Íslands og kemur hingað til lands í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×