Sakar lögfræðing um ærumeiðingar 25. ágúst 2005 00:01 Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira