Saxófónskonungar með Sinfóníunni
Ókrýndir konungar saxófónsins koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Sagt hefur verið að Raschèr-kvartettinn myndi vinna gullið ef hljóðfærablástur væri ólympíugrein. Kvartettinn er þekktur fyrir einstaklega fallegan og samstilltan hljóm, tæknilega fágun og kraftmikla túlkun á nútíma- og sígildri tónlist. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Bernharður Wilkinson.