Löng bið eftir fáum úrræðum 21. febrúar 2005 00:01 Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira