Umferð hefur gengið vel

Umferðin til höfuðborgarsvæðisins hefur gengið mjög vel í dag að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík. Bílastraumurinn hefur verið jafn og engin slys orðið, enda veður og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Svipaða sögu er að segja hjá lögreglunni á Blönduósi. Umferðin hefur gengið slysalaust fyrir sig en nokkrir stöðvaðir fyrir að fara full geist. Búist er við að umferðin gæti aukist nokkuð þegar líður á kvöldið.