Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald 3. september 2005 00:01 Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira