Innlent

Sæmundur hugleiðir Japansför

Ekki er von á svari frá japönskum stjórnvöldum varðandi mál skákmeistarans Bobbys Fischers fyrr en í fyrsta lagi í dag, sem er fyrsti virki dagur eftir áramót ytra, að sögn Sæmundar Pálssonar, fyrrum lögreglumanns og vinar Fischers. "Í augnablikinu er málið í farvegi okkur í vil," segir Sæmundur og vill sjá til hvort ekki kemur bráðlega svar frá japönskum stjórnvöldum varðandi Fischer. Hann útilokar þó ekki, verði dráttur á viðbrögðum ytra, að halda til Japans með hópi kvikmyndagerðarmanna í von um að vera þeirra gæti orðið til að þrýsta á um úrlausn mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×