Kostnaður hugsanlega ofmetinn 13. júní 2004 00:01 Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifingarkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þúsund manns á kjörskrá. Prentsmiðjan Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þúsund eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frumvarpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þættir kæmu inn í kostnað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en prentun og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar frá ráðuneytinu og vildi talsmaður þess ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifingarkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þúsund manns á kjörskrá. Prentsmiðjan Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þúsund eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frumvarpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þættir kæmu inn í kostnað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en prentun og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar frá ráðuneytinu og vildi talsmaður þess ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira