Bændur saka ríkið um yfirgang 21. desember 2004 00:01 Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti í liðinni viku kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. Svæðið er það fjórða sem Óbyggðanefnd hefur til úrskurðar. Landeigendur undrast kröfugerð ríkisins og telja að farið sé offari, meðan fjármálaráðuneytið segist bara uppfylla lögboðnar skyldur. Afstaða ríkisins: Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, áréttar að lögboðin skylda fjármálaráðherra sé að gera kröfur. "Menn fara bara eftir þeim sjónarmiðum sem gilda á sviði eignaréttar og þeim dómum sem fallið hafa á undanförnum árum," segir hún og telur að ef síðustu niðurstöður séu skoðaðar á svæði 3, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, komi í ljós að þar hafi að mestu verið fallist á kröfur fjármálaráðherra. "Auðvitað er þetta kröfugerð og svo koma landeigendur með sína kröfugerð og Óbyggðanefnd úrskurðar," segir hún og telur gagnrýnina á kröfugerð ríkisins ekki réttmæta. Um leið segir hún ekki óðlilegt að skoðanir manna um öll þessi atriði séu í einstökum tilvikum skiptar, enda hafi lögum um þjóðlendur verið ætlað að taka á réttaróvissu. "Kröfugerðin er eðlilegur hluti af ferlinu. Svo skoða menn vandlega þinglýst landamerkjabréf, sem stundum eru skýr og stundum óljós." Ragnheiður bendir á að landeigendur geri líka mjög ítarlegar kröfur og séu skoðuð fyrri mál þá komi í ljós að síst beri meira í milli hjá Óbyggðanefnd og landeigendum, heldur en hjá ríkinu. Ragnheiður segir vitanlega horft til fallins hæstaréttardóms og hann lagður til grundvallar kröfugerð, ásamt öðrum dómum sem gengið hafa varði eignarrétt á hálendinu, en auðvitað verði einnig að skoða hvert tilvik fyrir sig. Afstaða landeigenda: "Þetta er eiginlega hætt að koma manni á óvart," sagði Gunnar Sæmundsson, varaformaður Bændasamtaka Íslands, um ítarlegar kröfur ríkisins til þjóðlendna á Norðausturlandi. "Maður hélt kannski að menn myndu eitthvað slaka á eftir dóm Hæstaréttar [í október vegna jarðamála í Biskupstungum], en þetta er bara sama yfirgangsstefnan áfram í lögfræðingum fjármálaráðherra." Gunnar sagðist ekkert skilja í fjármálaráðherra að skipa ekki mönnum sínum að ganga svolítið hægar fram. "Bændur og landeigendur verða að taka upp þær varnir sem menn hafa verið með og halda þeim áfram," segir hann. Gunnar segir kosta landeigendur bæði mikinn tíma og peninga að verjast kröfum ríkisins. "Í lögum um þjóðlendur var á sínum tíma gert ráð fyrir að menn fengju greiddan kostnað við málsvarnir, en það er alls ekki að fullu," segir hann og bætir við að í mönnum sé nokkur reiði út af þessum málum. "Reyndar finnst mér það vera þannig að menn átti sig ekki almennilega á þessu víða um land fyrr en á þeim dynur sjálfum. Sjálfur hef ég haft samband við ýmsa bændur, út af þessu og fleiru og held að menn hafi búist við að gengið yrði skemmra í kröfum en gert er á Norðausturlandi nú, en það er bara nákvæmlega það sama og búið var að ganga fram á Suðurlandi."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira