Misjafn erfðabreytileiki 19. desember 2004 00:01 "Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
"Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira