Elsti skatturinn aflagður 19. desember 2004 00:01 Alþingi setti nýlega lög sem marka að mörgu leyti tímamót í skattasögu Íslendinga því að með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt var felldur niður eignarskattur einstaklinga og lögaðila. Síðasta álagning eignarskatts á sér því stað árið 2005 vegna eigna í árslok 2004. Eignaskattur var fyrstur skatttegunda tekinn upp 1096/1097 þegar tíundarstatútata Gissurar biskups Ísleifssonar var lögfest og er því sá skattur sem lengst hefur verið við lýði hér á landi. Undirstaða íslensku tíundarinnar var eignin. Sá sem átti 100 (=120) sex álna aura skyldi greiða sex álnir eða eitt prósent á ári. Tíundarskyldir voru allir, konur jafnt sem karlar 16 ára og eldri sem áttu skuldlausa eign. Tíundin skiptist í fjóra hluta og var einn hluti ætlaður fátæklingum, annar biskupi, þriðji kirkju og fjórði prestum. Árið 1556 yfirtók konungur biskupstíundina en það var ekki fyrr en eftir að Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 og löggjafarvald í eigin fjármálum að konungstíundin var afnumin með lögum frá árinu 1877. Það ár voru lögfest lög um húsaskatt sem giltu til ársins 1921 þegar fyrstu almennu lögin um tekjuskatt og eignarskatt voru lögfest. Fram til nú hafa þessi lög verið með ákvæði um eignarskatt. Þeir hlutar tíundarinnar sem runnu til kirkjunnar og presta voru ekki afnumdir fyrr en 1909 og fátækratíundin ekki fyrr en árið 1914. Með afnámi eignarskattsins er ljóst að stigið verður merkilegt skref í sögu skatta hér á landi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Alþingi setti nýlega lög sem marka að mörgu leyti tímamót í skattasögu Íslendinga því að með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt var felldur niður eignarskattur einstaklinga og lögaðila. Síðasta álagning eignarskatts á sér því stað árið 2005 vegna eigna í árslok 2004. Eignaskattur var fyrstur skatttegunda tekinn upp 1096/1097 þegar tíundarstatútata Gissurar biskups Ísleifssonar var lögfest og er því sá skattur sem lengst hefur verið við lýði hér á landi. Undirstaða íslensku tíundarinnar var eignin. Sá sem átti 100 (=120) sex álna aura skyldi greiða sex álnir eða eitt prósent á ári. Tíundarskyldir voru allir, konur jafnt sem karlar 16 ára og eldri sem áttu skuldlausa eign. Tíundin skiptist í fjóra hluta og var einn hluti ætlaður fátæklingum, annar biskupi, þriðji kirkju og fjórði prestum. Árið 1556 yfirtók konungur biskupstíundina en það var ekki fyrr en eftir að Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 og löggjafarvald í eigin fjármálum að konungstíundin var afnumin með lögum frá árinu 1877. Það ár voru lögfest lög um húsaskatt sem giltu til ársins 1921 þegar fyrstu almennu lögin um tekjuskatt og eignarskatt voru lögfest. Fram til nú hafa þessi lög verið með ákvæði um eignarskatt. Þeir hlutar tíundarinnar sem runnu til kirkjunnar og presta voru ekki afnumdir fyrr en 1909 og fátækratíundin ekki fyrr en árið 1914. Með afnámi eignarskattsins er ljóst að stigið verður merkilegt skref í sögu skatta hér á landi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira