Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt 13. október 2004 00:01 Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira