Innlent

Konungshjónin á Þingvöllum

Sænsku konungshjónin og fylgdarlið, ásamt íslensku forsetahjónunum, hófu daginn með heimsókn í myndver Latabæjar í Garðabæ en þaðan var haldið til Nesjavalla þar sem orkuverið var skoðað. Í hádeginu gekk hópurinn niður Almannagjá og mun eiga stuttan stans í bústað forsætisráðherra áður en haldið verður til hádegisverðar í Valhöll. Á leiðinni til Reykjavíkur verður meðal annars komið við á safninu að Gljúfrasteini.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×