Innlent

Flóðahætta á sunnanverðu landinu

Loftslag á jörðinni hlýnar hratt og mest af hlýnuninni má rekja til áhrifa mannkyns. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og sendiráð Svíþjóðar héldu í gær um loftslagsbreytingar. Nokkrir erlendir vísindamenn fluttu erindi um rannsóknir á breytingum á hitastigi í heiminum, orsökum og afleiðingum. Þá kom einnig fram að ekki verði hægt að stöðva hlýnunina næstu tvo til þrjá áratugi vegna uppsafnaðra gróðurhúslofttegunda í andrúmsloftinu, en þar á eftir hafi reglur um losun þeirra mikil áhrif. Benjamin Santer, bandarískur prófessor, sagði að spár bentu til að hiti á norðurhveli jarðar muni hækka um allt að sex gráður á næstu hundrað árum. Fram kom í pallborðsumræðum að þetta geti valdið hækkun sjávarborðs og rennsli fallvatna gæti aukist um tugi prósenta á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Við þessu þyrfti að bregðast með hækkun sjóvarnargarða og hafna á nokkrum stöðum á landinu, helst á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×