Enginn árangur af stjórnarfundi 2. júlí 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira