Erlent

Flugskeyti með kjarnavopnum

Norðurkóreskir hermenn sjást hér spígspora í bænum Panmunjom í Norður-Kóreu í morgun.
Norðurkóreskir hermenn sjást hér spígspora í bænum Panmunjom í Norður-Kóreu í morgun.
Í nýlegri skýrslu frá Bandaríkjunum er sagt líklegt að Norður-Kóreumenn hafi komist yfir flugskeytabúnað sem getur sent flugskeyti með kjarnavopnum alla leið til Bandaríkjanna.

Tæknin virðist vera sambærileg þeirri sem finnst á rússneskum kafbátum sem bendir til þess að norðurkóresk stjórnvöld hafi fengið utanaðkomandi hjálp við þróun búnaðarins. Ýmislegt bendir til að rússneskir sérfræðingar hafi miðlað tækninni til Norður-Kóreu gegn vægu gjaldi á tíunda áratugnum.

Flugskeytin gætu borið með sér kjarnavopn og þó fáir telji að Norður-Kórea hyggist gera árásir á nágrannaríki sín eða Bandaríkin gæti þessi nýja tækni veitt þeim sterkari stöðu þegar kemur að samningum við Bandaríkin og Japan í tengslum við þróun kjarnavopna. Norður-Kórea hefur farið fram á aukna hjálparaðstoð gegn því að leggja niður áætlanir um þróun slíkra vopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×