Ákærunni haldið til streitu? 18. desember 2004 00:01 Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira