Skýin eru skemmtileg 15. júní 2004 00:01 "Ég er rosalega hrifinn af því hvað skýin eru skemmtileg á Íslandi. Þau breytast svo hratt og eru miklu skemmtilegri hér en í Edinborg," segir Andri Hafliðason, sem í dag opnar sýningu á ljósmyndum og kvikmyndum að Þingholtsstræti 27. Andri er sonur Hafliða Hallgrímssonar tónskálds og hefur alist upp í Edinborg alveg frá fæðingu. Hann kom hingað til lands nokkrum sem barn með fjölskyldu sinni, en þá jafnan til Akureyrar. "Ég þekkti mjög lítið til í Reykjavík áður en ég kom. Ég vissi ekki einu sinni hvar Laugavegurinn var." Andri er að læra arkitektúr í Edinborg, en hefur dvalist hér á landi síðan í janúar, bæði til þess að starfa á arkitektastofu í tengslum við námið, en ekki síður til þess að taka ljósmyndir og kvikmyndir. Hann keypti sér fyrir stuttu vandaða stafræna myndavél, sem hann hefur haft með sér á ferðum sínum um bæinn. Með henni getur hann tekið bæði ljósmyndir og kvikmyndir. "Ég er bara með hana í pokanum og tek hana upp í strætó eða þegar ég er gangandi. Ég bý í Garðabæ og á leiðinni í vinnu sé ég oft eitthvað skemmtilegt sem mig langar til að taka myndir af." Með myndum sínum reynir hann að fanga andrúmsloftið og notar einnig tónlist og ýmis hljóð til þess að ná betur fram stemmningunni í hverri mynd. Hann segist hafa ákveðið að koma til Íslands ekki síst til þess að skilja betur hvað felst í því að vera íslenskur. Ennfremur vonast hann til þess að myndirnar endurspegli sýn hans á landið. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 og verður þá boðið upp á léttar veitingar. "Síðan ætla ég að hafa opið fram á kvöld eins lengi og fólk er á staðnum." Svo verður sýningin opnuð aftur klukkan tíu í fyrramálið og verður opin eitthvað fram yfir kvöldmat, en þá eru líka síðustu forvöð að sjá hana. Sýninguna nefnir Andri "One Day", sem vísar bæði til þess að sýningin stendur aðeins í einn dag og einnig að dag nokkurn gæti svo farið að hann komi aftur til Íslands til lengri dvalar. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er rosalega hrifinn af því hvað skýin eru skemmtileg á Íslandi. Þau breytast svo hratt og eru miklu skemmtilegri hér en í Edinborg," segir Andri Hafliðason, sem í dag opnar sýningu á ljósmyndum og kvikmyndum að Þingholtsstræti 27. Andri er sonur Hafliða Hallgrímssonar tónskálds og hefur alist upp í Edinborg alveg frá fæðingu. Hann kom hingað til lands nokkrum sem barn með fjölskyldu sinni, en þá jafnan til Akureyrar. "Ég þekkti mjög lítið til í Reykjavík áður en ég kom. Ég vissi ekki einu sinni hvar Laugavegurinn var." Andri er að læra arkitektúr í Edinborg, en hefur dvalist hér á landi síðan í janúar, bæði til þess að starfa á arkitektastofu í tengslum við námið, en ekki síður til þess að taka ljósmyndir og kvikmyndir. Hann keypti sér fyrir stuttu vandaða stafræna myndavél, sem hann hefur haft með sér á ferðum sínum um bæinn. Með henni getur hann tekið bæði ljósmyndir og kvikmyndir. "Ég er bara með hana í pokanum og tek hana upp í strætó eða þegar ég er gangandi. Ég bý í Garðabæ og á leiðinni í vinnu sé ég oft eitthvað skemmtilegt sem mig langar til að taka myndir af." Með myndum sínum reynir hann að fanga andrúmsloftið og notar einnig tónlist og ýmis hljóð til þess að ná betur fram stemmningunni í hverri mynd. Hann segist hafa ákveðið að koma til Íslands ekki síst til þess að skilja betur hvað felst í því að vera íslenskur. Ennfremur vonast hann til þess að myndirnar endurspegli sýn hans á landið. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 og verður þá boðið upp á léttar veitingar. "Síðan ætla ég að hafa opið fram á kvöld eins lengi og fólk er á staðnum." Svo verður sýningin opnuð aftur klukkan tíu í fyrramálið og verður opin eitthvað fram yfir kvöldmat, en þá eru líka síðustu forvöð að sjá hana. Sýninguna nefnir Andri "One Day", sem vísar bæði til þess að sýningin stendur aðeins í einn dag og einnig að dag nokkurn gæti svo farið að hann komi aftur til Íslands til lengri dvalar.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp