Jón Ólafsson greiði 300m í skatt 22. október 2004 00:01 Jón Ólafsson, fyrrum aðaleigandi Norðurljósa, þarf að greiða rúmar þrjú hundruð milljónir króna vegna endurálagningu skatta til viðbótar tæpum 97 milljónum sem hann hefur þegar greitt samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Endurálagningin er vegna vanframtaldra tekna, eigna, hlunninda og söluhagnaðar Jóns og fyrirtækis hans Jóns Ólafssonar & Co. sf. Jón greiddi tæpar 97 milljónir til ríkissjóðs í febrúar síðastliðnum í samræmi við úrskurð Ríkisskattstjóra vegna áranna 1998 og 1999. Úrskurður skattstjóra var á þann veg að Jón og eiginkona hans hafi haft skattalega heimilisfestu og fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi allt árið 1998. Gjöld Jóns voru að langstærstum hluta komin til vegna túlkunar skattayfirvalda á viðskiptum Jóns og sonar hans með tíu prósenta eignarhlut í Skífunni. Jón höfðaði í kjölfarið mál á hendur skattayfirvöldum á Íslandi til að fá úrskurði Ríkisskattstjóra hnekkt. Greiðsla Jóns var því innt af hendi með fyrirvara um endanlega niðurstöðu dómstóla. Úrskurður ríkisskattstjóra á skattamálum Jóns var hafður í tvennu lagi vegna hættu á því að sökin fyrir árin 1998 og 1999 myndi fyrnast ef úrskurður drægist um of. Úrskurðurinn nú er vegna áranna 2000 til 2003, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formleg rannsókn á skattamálum Jóns hófst í febrúar 2002. Skattrannsóknarstjóri sendi Jóni skýrslu ári síðar um rannsókn embættisins vegna skattskila hans á árunum 1996 til 2001. Skýrslan var birt í fjölmiðlum. Þar kom fram að vanframtalin gjöld næmu allt að rúmum þremur milljörðum króna. Lögmenn Jóns mótmæltu niðurstöðum rannsóknarinnar og sögðu þær ekki á rökum reistar. Skattrannsóknarstjóri hefur samhliða rannsakað skattamál fyrirtækja tengdum Jóni, Íslenska útvarpsfélagsins, Sýnar, Skífunnar og Norðurljósa. Rannsókn málsins er lokið en ákvörðun ríkisskattstjóra hefur ekki verið birt. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur rannsakað meint skattalagabrot Jóns frá því um áramót. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, hefur sagt að málið sé líklega umfangsmesta skattalagabrotið sem komið hefur til meðferðar ríkislögreglustjóra. Ekki náðist í Jón Ólafsson í gær og Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Jón Ólafsson, fyrrum aðaleigandi Norðurljósa, þarf að greiða rúmar þrjú hundruð milljónir króna vegna endurálagningu skatta til viðbótar tæpum 97 milljónum sem hann hefur þegar greitt samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Endurálagningin er vegna vanframtaldra tekna, eigna, hlunninda og söluhagnaðar Jóns og fyrirtækis hans Jóns Ólafssonar & Co. sf. Jón greiddi tæpar 97 milljónir til ríkissjóðs í febrúar síðastliðnum í samræmi við úrskurð Ríkisskattstjóra vegna áranna 1998 og 1999. Úrskurður skattstjóra var á þann veg að Jón og eiginkona hans hafi haft skattalega heimilisfestu og fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi allt árið 1998. Gjöld Jóns voru að langstærstum hluta komin til vegna túlkunar skattayfirvalda á viðskiptum Jóns og sonar hans með tíu prósenta eignarhlut í Skífunni. Jón höfðaði í kjölfarið mál á hendur skattayfirvöldum á Íslandi til að fá úrskurði Ríkisskattstjóra hnekkt. Greiðsla Jóns var því innt af hendi með fyrirvara um endanlega niðurstöðu dómstóla. Úrskurður ríkisskattstjóra á skattamálum Jóns var hafður í tvennu lagi vegna hættu á því að sökin fyrir árin 1998 og 1999 myndi fyrnast ef úrskurður drægist um of. Úrskurðurinn nú er vegna áranna 2000 til 2003, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formleg rannsókn á skattamálum Jóns hófst í febrúar 2002. Skattrannsóknarstjóri sendi Jóni skýrslu ári síðar um rannsókn embættisins vegna skattskila hans á árunum 1996 til 2001. Skýrslan var birt í fjölmiðlum. Þar kom fram að vanframtalin gjöld næmu allt að rúmum þremur milljörðum króna. Lögmenn Jóns mótmæltu niðurstöðum rannsóknarinnar og sögðu þær ekki á rökum reistar. Skattrannsóknarstjóri hefur samhliða rannsakað skattamál fyrirtækja tengdum Jóni, Íslenska útvarpsfélagsins, Sýnar, Skífunnar og Norðurljósa. Rannsókn málsins er lokið en ákvörðun ríkisskattstjóra hefur ekki verið birt. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur rannsakað meint skattalagabrot Jóns frá því um áramót. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, hefur sagt að málið sé líklega umfangsmesta skattalagabrotið sem komið hefur til meðferðar ríkislögreglustjóra. Ekki náðist í Jón Ólafsson í gær og Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira