Byssumaður sagður hættulaus 22. október 2004 00:01 Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Þrír fangaflutningamenn komu með manninn og tveir lögreglumenn aðstoðuðu við gæslu hans við þingfestingu málanna gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn játar að hluta vopnaða ránið í Hringbrautarapótek í byrjun september síðastliðinn. Hann játar að hafa komið í apótekið með hulið andlit og vopnaður gasskammbyssu. Hann segist þó ekki kannast við að hafa miðað byssunni að starfsstúlku í apótekinu, hótað henni lífláti fengi hann ekki afhent lyfið ritalin. Hann viðurkennir að hafa hótað lyfsalanum lífláti fengi hann ekki lyfið. Átök hófist á milli lyfsalans og piltsins þannig að eitt skot hljóp úr byssunni. Einnig játar pilturinn að hafa neytt lyfsalann, með því að miða á hann byssunni, til að afhenda sér sextán pakkningar af ritalini. Í ákærunni segir að hann hafi haldið byssunni að höfði lyfsalans og hótað honum lífláti. Í annari ákæru er pilturinn sakaður um að hafa lagt haglabyssu að andliti manns og hótað að skjóta hann þegar maðurinn bað um aðstoð lögreglu í síma, í heimahúsi í vesturbænum. Pilturinn kannast við að hafa verið með haglabyssuna en segist ekki hafa beint henni að andliti mannsins. Í sömu ákæru er maðurinn sakaður um að hafa hótað afgreiðslumanni á bensínstöð og otað að honum hnífi. Pilturinn játar að hafa verið með hníf en segist ekki hafa otað honum að neinum, hann hafi bara verið að fikta með hann. Fyrir vopnaburðinn er pilturinn ákærður fyrir vopnalagabrot. Lögreglan í Hafnarfirði handtók piltinn seint á mánudagskvöld eftir að hann réðst á starfsmann veitingastaðar í bænum. Tók hann starfsmanninn meðal annars hálstaki. Pilturinn hafði strokið úr fangelsinu við Skólavörðustíg fyrr um daginn en hann vildi ekki fara á Litla-Hraun þangað sem átti að flytja hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent