Stólaskipti á ríkisráðsfundi 14. september 2004 00:01 Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli. Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira