Davíð kveður sem forsætisráðherra 14. september 2004 00:01 Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira