Alexandertækni 30. ágúst 2004 00:01 Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil. "Alexandertækni er líkamsbeitingartækni sem leikari að nafni Alexander fann upp í lok 19. aldar. Hann var mikill Shakespeare-leikari en missti röddina og gekk á milli lækna sem gátu ekkert gert fyrir hann. Hann fór að skoða líkamsbeitinguna sína þegar hann fór með texta og tók þá eftir því að hann reigði höfuðið aftur og niður í búkinn og lokaði þar með flæðinu í hálsinum. Hann fór að skoða þetta bæði hjá sér og öðrum og tók eftir hvað líkamsstaðan skipti miklu máli hjá leikurum og listamönnum. Svo tók hann eftir því að þessi ranga líkamsbeiting olli spennu í líkamanum og að óþarfa spenna var sérstaklega áberandi hjá fólki sem vann störf sem höfðu endurtekningu í för með sér. Þessi óþarfa spenna sem við köllum fram ómeðvitað og með endurtekningu veldur oft meiðslum og allskyns meinum eins og bakverkjum, hálsverkjum, höfuðverkjum og öðrum óþægindum. Alexander bjó til kerfi af æfingum og hugtökum sem hann notaði með góðum árangri til að hjálpa fólki að kljást við þessi vandamál sín og sem við notum enn í dag." En hvernig kennir Harpa fólki að losa um þessa spennu? "Ég tek fólk í einkatíma og við skoðum hvernig viðkomandi hreyfir sig. Í tímanum lærir nemandinn að hreyfa sig upp á nýtt og fær meðvitund í líkamann um hvað er rétt og betra að gera. Tilgangurinn er að uppræta vitlaus hreyfingamynstur og kenna fólki að beita sér þannig að það fari sem best með líkamann og nýti orku sína til fullnustu. Þessi ómeðvitaða spenna sem við burðumst öll með er gífurlega orkueyðandi. Fólki líður líka oft betur andlega eftir að læra að beita sér rétt. Við fæðumst með rétta líkamsbyggingu en svo lærum við og tileinkum okkur ýmsa ósiði. Það er yndislegt að sjá börnin því þau eru með svo fallega líkamsbeitingu og svo mikil synd þegar maður sér þau læra ýmsa ósiði af umhverfinu og foreldrum sínum. "En hvað tekur það langan tíma að tileinka sér þessa tækni? "Við erum að tala um að hnekkja gömlum ósiðum og þetta er vinna og val og fer eftir því hvað fólk er opið og tilbúið til að breyta. Þannig að það er ekki hægt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma. Að ástunda Alexandertækni er lífsstíll og forvörn." Harpa kennir Alexandertækni í Heilsuhvoli sem er í Borgartúni 33. Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil. "Alexandertækni er líkamsbeitingartækni sem leikari að nafni Alexander fann upp í lok 19. aldar. Hann var mikill Shakespeare-leikari en missti röddina og gekk á milli lækna sem gátu ekkert gert fyrir hann. Hann fór að skoða líkamsbeitinguna sína þegar hann fór með texta og tók þá eftir því að hann reigði höfuðið aftur og niður í búkinn og lokaði þar með flæðinu í hálsinum. Hann fór að skoða þetta bæði hjá sér og öðrum og tók eftir hvað líkamsstaðan skipti miklu máli hjá leikurum og listamönnum. Svo tók hann eftir því að þessi ranga líkamsbeiting olli spennu í líkamanum og að óþarfa spenna var sérstaklega áberandi hjá fólki sem vann störf sem höfðu endurtekningu í för með sér. Þessi óþarfa spenna sem við köllum fram ómeðvitað og með endurtekningu veldur oft meiðslum og allskyns meinum eins og bakverkjum, hálsverkjum, höfuðverkjum og öðrum óþægindum. Alexander bjó til kerfi af æfingum og hugtökum sem hann notaði með góðum árangri til að hjálpa fólki að kljást við þessi vandamál sín og sem við notum enn í dag." En hvernig kennir Harpa fólki að losa um þessa spennu? "Ég tek fólk í einkatíma og við skoðum hvernig viðkomandi hreyfir sig. Í tímanum lærir nemandinn að hreyfa sig upp á nýtt og fær meðvitund í líkamann um hvað er rétt og betra að gera. Tilgangurinn er að uppræta vitlaus hreyfingamynstur og kenna fólki að beita sér þannig að það fari sem best með líkamann og nýti orku sína til fullnustu. Þessi ómeðvitaða spenna sem við burðumst öll með er gífurlega orkueyðandi. Fólki líður líka oft betur andlega eftir að læra að beita sér rétt. Við fæðumst með rétta líkamsbyggingu en svo lærum við og tileinkum okkur ýmsa ósiði. Það er yndislegt að sjá börnin því þau eru með svo fallega líkamsbeitingu og svo mikil synd þegar maður sér þau læra ýmsa ósiði af umhverfinu og foreldrum sínum. "En hvað tekur það langan tíma að tileinka sér þessa tækni? "Við erum að tala um að hnekkja gömlum ósiðum og þetta er vinna og val og fer eftir því hvað fólk er opið og tilbúið til að breyta. Þannig að það er ekki hægt að segja til um hvað þetta tekur langan tíma. Að ástunda Alexandertækni er lífsstíll og forvörn." Harpa kennir Alexandertækni í Heilsuhvoli sem er í Borgartúni 33.
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira