Blásið á brot gegn viðskiptabanni 21. desember 2004 00:01 Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira