Hægrimenn herja á Halldór 17. desember 2004 00:01 Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að gjöf bókina „Sigmund sér til þín!" Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kaupa allar teikningar listamannsins fyrir 18 milljónir króna af skattfé. Í yfirlýsingu SUS segir að fjölmargir Íslendingar hafi fest kaup á verkum Sigmunds í gegnum árin og jafnframt séu þau aðgengileg almenningi á opinberum bókasöfnum. "Þessi fjárfesting ríkisins á verkum Sigmunds er því óþörf og samræmist hvorki hlutverki ríkisvaldsins né stefnu Sjálfstæðisflokksins um minnkandi ríkisafskipti." Skoðanabræður SUS-ara í vefritinu Vefþjóðviljanum taka undir þessi sjónarmið og tengja það stuðningi hins opinbera við menninguna: "Núna síðast var Reykjavíkurborg að kaupa „tilfinningatorg" af rithöfundi einum og gott ef rithöfundurinn er ekki búinn að bjóðast til að verða starfsmaður torgsins." Vefþjóðviljinn sakar listfræðinga sem mótmæltu kaupunum í Fréttablaðinu í gær um hræsni: "En svo þegar ríkið kaupir allar frummyndir Sigmúnds, og eignast til þeirra öll réttindi, myndir sem þorri landsmanna kannast við og margir hafa haft mjög gaman af, þá er skyndilega látið eins og kaupandinn hafi misst vitið...En hvers vegna þessi viðbrögð ýmissa annarra nú? Þykir menningarliðinu Sigmúnd kannski ekki nægilega fínn? Óvenjulegur maður í Vestmannaeyjum, gott ef ekki kunningi Árna Johnsen. Nei, þá viljum við nú frekar kaupa dósahrúgu og sýna hana í Listasafni Íslands. Og fá opnunarhóf og kampavín", segir Vefþjóðviljinn. Innlent Stj.mál Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að gjöf bókina „Sigmund sér til þín!" Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kaupa allar teikningar listamannsins fyrir 18 milljónir króna af skattfé. Í yfirlýsingu SUS segir að fjölmargir Íslendingar hafi fest kaup á verkum Sigmunds í gegnum árin og jafnframt séu þau aðgengileg almenningi á opinberum bókasöfnum. "Þessi fjárfesting ríkisins á verkum Sigmunds er því óþörf og samræmist hvorki hlutverki ríkisvaldsins né stefnu Sjálfstæðisflokksins um minnkandi ríkisafskipti." Skoðanabræður SUS-ara í vefritinu Vefþjóðviljanum taka undir þessi sjónarmið og tengja það stuðningi hins opinbera við menninguna: "Núna síðast var Reykjavíkurborg að kaupa „tilfinningatorg" af rithöfundi einum og gott ef rithöfundurinn er ekki búinn að bjóðast til að verða starfsmaður torgsins." Vefþjóðviljinn sakar listfræðinga sem mótmæltu kaupunum í Fréttablaðinu í gær um hræsni: "En svo þegar ríkið kaupir allar frummyndir Sigmúnds, og eignast til þeirra öll réttindi, myndir sem þorri landsmanna kannast við og margir hafa haft mjög gaman af, þá er skyndilega látið eins og kaupandinn hafi misst vitið...En hvers vegna þessi viðbrögð ýmissa annarra nú? Þykir menningarliðinu Sigmúnd kannski ekki nægilega fínn? Óvenjulegur maður í Vestmannaeyjum, gott ef ekki kunningi Árna Johnsen. Nei, þá viljum við nú frekar kaupa dósahrúgu og sýna hana í Listasafni Íslands. Og fá opnunarhóf og kampavín", segir Vefþjóðviljinn.
Innlent Stj.mál Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira