Aðventuhátíð í faðmi fjalla 9. desember 2004 00:01 Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla. Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Að vera inni í Básum á björtu kvöldi þegar tunglið er fullt og trén skarta hvítu -- það er ævintýralegt. Þetta fengu þeir að upplifa sem fóru í árlega fjölskylduferð í Þórsmörk með Útivist fyrstu helgina í aðventu. Einstaka innipúki fékk að fljóta með. Aldursbilið var breitt, kringum 80 ár, og fullkomin eindrægni ríkti í hópnum, sem Emilía Magnúsdóttir og Marrit Meintema leiddu. Flestir lögðu upp frá Umferðarmiðstöðinni og eftir stopp á Hvolsvelli lá leiðin inn til landsins. Jólalögin hljómuðu í hátölurum og þegar komið var í Bása um klukkan 23 var allt uppljómað því auk stjörnuskins og tunglsljóss logaði þar á ótal kertum, lugtum og blysum. Eftirminnilegt. Gott var að vakna eftir rólega nótt í vistlegum skála Útivistar og teyga ferskt fjallaloftið. Á heiðskírum himni sáust bæði sól og máni. Eftir morgunverð var haldið í göngu inn úr Goðalandi, þar sem hrímið skreytti kjarr og kletta. Krakkarnir stóðu sig með sóma í ratleik sem jólasveinn nokkur hafði att þeim út í og eftir ratleikinn fóru flestir í lengri göngu upp á Kattahryggi, Foldir og niður Hestagötur. Rómuðu þeir mjög veður og útsýni er þeir komu til baka. Innipúkinn, yngstu börnin og einstaka amma sneru við þar sem hinir lögðu á brattann. Eftir gönguna var boðið upp á heitt súkkulaði og svo var tekið til við að skreyta skálana, sem eftir það ilmuðu af greni, piparkökum og mandarínum. Allir lögðu til veisluföng svo úr varð glæsilegt hlaðborð og eftir matinn var kvöldvaka með jólalegu ívafi og sungið við gítarspil langt fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var komin væta en þeir sprækustu létu hana ekki aftra sér frá útvist. Eftir var að pakka saman, þrífa og halda heim á ný eftir yndislega helgi í faðmi fjalla.
Ferðalög Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira