Innlent

Styrkur hækkaður

Digital Ísland truflaði útsendingar Ríkissjónvarpssins og Skjás Eins, þegar útsendingar hófust. Guðmundur Ólafsson, yfirmaður tæknideildar Póst og fjarskiptastofnunnar segir að þegar Digital Ísland fór af stað, kom í ljós að styrkur útsendinga Skjás eins og eldri senda Ríkissjónvarpssins hafi minnkað. Þetta hafði mesta þýðingu fyrir þá sem rétt ná útsendingum á þann veg að vond móttaka hafi orðið enn verri. Guðmundur segir að styrkur útsendingar Sjónvarpsins og Skjás Eins hafi verið hækkaðar og þessu vandamáli sé því lokið. Hins vegar séu enn vissir erfiðleikar fyrir hendi vegna útsendinga Digital Íslands sem enn er verið að vinna í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×