Innlent

Fyrsta athugun á íbúð eftir eldinn

Zdravko Studic mætti fyrstur íbúa að Kleppsvegi 44 eftir að lögreglan hafði gefið leyfi. Hann býr þar ásamt konu sinni og hafði yfirgefið íbúðina seint í gærkvöldi. Heitt var í íbúðinni en hann hafði hækkað hita á ofnum eins og mælst hafði verið til og var kominn að sækja helstu nauðsynjar og kíkja eftir eigum sínum. "Ég hef sloppið vel. Það var allt svart að utan í fyrra kvöld," sagði Zdravko eftir að hafa tekið niður súrefnisgrímuna og gengið að gluggum og dregið frá. Íbúð hans er á fjórðu hæð og snýr frá Kleppsveginum. Finna mátti keim af reykjarlyktinni sem var stæk frammi á gangi enda var Zdravko fyrstur íbúðareigendanna á vettvang. "Ég fylgdist með eldinum ásamt vinum mínum í þónokkurn tíma en ég hafði verið heima og konan var í vinnunni. Við vorum rétt komnir þegar lögreglan kallaði að rýma þyrfti húsið," segir Zdravko. Hann fór ásamt fjölskyldu í nálægu húsi til vinarfólks í Mjódd og gisti þar í fyrrinótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×