Innlent

Snúa aftur heim

Íbúar allra húsa sem rýmd voru í gær vegna brunans í Sundahöfn hafa nú fengið að snúa heim aftur. Í athugun er að reykræsta örfáa stigaganga við Kleppsveg en það á ekki að þurfa að hindra íbúa þeirra húsa í að snúa aftur að sögn lögreglu. Í tilkynningu frá Umhverfis- og heilbrigðisstofu er fólki sem var í námunda við brunasvæðið og kennir óþæginda í öndunarfærum ráðlagt að leita læknis. Síðbúin einkenni vegna mengunar eru hugsanleg, allt að þremur dögum eftir brunann. Eldurinn hefur ekki að fullu verið slökktur og slökkviliðsmenn eru enn að störfum á vettvangi. Enn leggur talsverðan reyk frá svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×