Gervihné ein besta uppfinningin 22. nóvember 2004 00:01 Gervihné með gervigreind frá Össuri er ein athyglisverðasta uppfinning ársins, að mati Time Magazine, en slíkt hné gjörbyltir göngulagi og möguleikum þeirra sem þurfa að nota gervifót. Ungur verktaki, sem missti fótinn eftir að hafa klemmst á milli bíla, segist geta unnið öll verk á slíkum fæti. Þá er Össur byrjaður að þróa nokkurs konar gervivöðva. Með þessu nýja hné er framleiðslan hjá Össuri komin á nýtt tæknistig. Þróun hnésins hefur staðið yfir í 4 ár. Árlegt blað Time Magazine þar sem fjallað er um áhugaverðustu uppfinningar ársins kom út í dag og þar er þetta gervihné, með gervigreindinni meðal þess athyglisverðasta. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri hjá Össuri, segir hnéð nema það álag sem lagt er á það og það aðlagi sig síðan að göngulagi þess sem ber hnéð og aðlagist einnig öllu óvæntu sem kunni að koma upp. Upplýsingar fyrir hnéð eru mataðar inn í lófatölvu, þannig að hnéð virki sem best fyrir þann sem notar það og fyrir þær aðstæður sem hann er við. Eitt að því sem þeir sem eru með gervifót, hafa þurft að kljást við eru misfellur. Hilmar segir þetta vandamál að miklu leyti úr sögunni með hinu nýja hné, sem byggi á algerlega nýrri tækni. Davíð Örn Ingvason missti annan fótinn þegar hann klemmdist á milli bíla við Þjórsárbrú árið 2000. Hann hefur um hríð notað nýja hnéð og segir muninn gríðarlega mikinn. Hnéð láti mjög vel að stjórn og hann detti nánast aldrei núorðið, en áður hafi hann dottið á degi hverjum. Davíð Örn vinnur sem verktaki fyrir bændur, þar sem hann þarf að ganga á mishæðóttu yfirborði og við margvíslegar aðstæður, en hann segir það ekki hamla sér við það að vera með svona gervifót. Þá segir hann fólk sem ekki veit að hann er með gervifót, almennt ekki taka eftir því. Hann segist hafa verið þrjá daga með 15 manna hóp í Danmörku og enginn hafi verið búinn að átta sig á því að hann væri með gervihné. Þessi nýja tækni mun nýtast fyrir fleiri liðamót en bara hné. Auk þess er Össur farinn að þróa gervivöðva. Hilmar segir að verið sé að þróa búnað sem kemur með hreyfingu og mun flytja þessa tækni upp á næsta stig. Fréttir Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Gervihné með gervigreind frá Össuri er ein athyglisverðasta uppfinning ársins, að mati Time Magazine, en slíkt hné gjörbyltir göngulagi og möguleikum þeirra sem þurfa að nota gervifót. Ungur verktaki, sem missti fótinn eftir að hafa klemmst á milli bíla, segist geta unnið öll verk á slíkum fæti. Þá er Össur byrjaður að þróa nokkurs konar gervivöðva. Með þessu nýja hné er framleiðslan hjá Össuri komin á nýtt tæknistig. Þróun hnésins hefur staðið yfir í 4 ár. Árlegt blað Time Magazine þar sem fjallað er um áhugaverðustu uppfinningar ársins kom út í dag og þar er þetta gervihné, með gervigreindinni meðal þess athyglisverðasta. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri hjá Össuri, segir hnéð nema það álag sem lagt er á það og það aðlagi sig síðan að göngulagi þess sem ber hnéð og aðlagist einnig öllu óvæntu sem kunni að koma upp. Upplýsingar fyrir hnéð eru mataðar inn í lófatölvu, þannig að hnéð virki sem best fyrir þann sem notar það og fyrir þær aðstæður sem hann er við. Eitt að því sem þeir sem eru með gervifót, hafa þurft að kljást við eru misfellur. Hilmar segir þetta vandamál að miklu leyti úr sögunni með hinu nýja hné, sem byggi á algerlega nýrri tækni. Davíð Örn Ingvason missti annan fótinn þegar hann klemmdist á milli bíla við Þjórsárbrú árið 2000. Hann hefur um hríð notað nýja hnéð og segir muninn gríðarlega mikinn. Hnéð láti mjög vel að stjórn og hann detti nánast aldrei núorðið, en áður hafi hann dottið á degi hverjum. Davíð Örn vinnur sem verktaki fyrir bændur, þar sem hann þarf að ganga á mishæðóttu yfirborði og við margvíslegar aðstæður, en hann segir það ekki hamla sér við það að vera með svona gervifót. Þá segir hann fólk sem ekki veit að hann er með gervifót, almennt ekki taka eftir því. Hann segist hafa verið þrjá daga með 15 manna hóp í Danmörku og enginn hafi verið búinn að átta sig á því að hann væri með gervihné. Þessi nýja tækni mun nýtast fyrir fleiri liðamót en bara hné. Auk þess er Össur farinn að þróa gervivöðva. Hilmar segir að verið sé að þróa búnað sem kemur með hreyfingu og mun flytja þessa tækni upp á næsta stig.
Fréttir Innlent Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira