Gervihné ein besta uppfinningin 22. nóvember 2004 00:01 Gervihné með gervigreind frá Össuri er ein athyglisverðasta uppfinning ársins, að mati Time Magazine, en slíkt hné gjörbyltir göngulagi og möguleikum þeirra sem þurfa að nota gervifót. Ungur verktaki, sem missti fótinn eftir að hafa klemmst á milli bíla, segist geta unnið öll verk á slíkum fæti. Þá er Össur byrjaður að þróa nokkurs konar gervivöðva. Með þessu nýja hné er framleiðslan hjá Össuri komin á nýtt tæknistig. Þróun hnésins hefur staðið yfir í 4 ár. Árlegt blað Time Magazine þar sem fjallað er um áhugaverðustu uppfinningar ársins kom út í dag og þar er þetta gervihné, með gervigreindinni meðal þess athyglisverðasta. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri hjá Össuri, segir hnéð nema það álag sem lagt er á það og það aðlagi sig síðan að göngulagi þess sem ber hnéð og aðlagist einnig öllu óvæntu sem kunni að koma upp. Upplýsingar fyrir hnéð eru mataðar inn í lófatölvu, þannig að hnéð virki sem best fyrir þann sem notar það og fyrir þær aðstæður sem hann er við. Eitt að því sem þeir sem eru með gervifót, hafa þurft að kljást við eru misfellur. Hilmar segir þetta vandamál að miklu leyti úr sögunni með hinu nýja hné, sem byggi á algerlega nýrri tækni. Davíð Örn Ingvason missti annan fótinn þegar hann klemmdist á milli bíla við Þjórsárbrú árið 2000. Hann hefur um hríð notað nýja hnéð og segir muninn gríðarlega mikinn. Hnéð láti mjög vel að stjórn og hann detti nánast aldrei núorðið, en áður hafi hann dottið á degi hverjum. Davíð Örn vinnur sem verktaki fyrir bændur, þar sem hann þarf að ganga á mishæðóttu yfirborði og við margvíslegar aðstæður, en hann segir það ekki hamla sér við það að vera með svona gervifót. Þá segir hann fólk sem ekki veit að hann er með gervifót, almennt ekki taka eftir því. Hann segist hafa verið þrjá daga með 15 manna hóp í Danmörku og enginn hafi verið búinn að átta sig á því að hann væri með gervihné. Þessi nýja tækni mun nýtast fyrir fleiri liðamót en bara hné. Auk þess er Össur farinn að þróa gervivöðva. Hilmar segir að verið sé að þróa búnað sem kemur með hreyfingu og mun flytja þessa tækni upp á næsta stig. Fréttir Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Gervihné með gervigreind frá Össuri er ein athyglisverðasta uppfinning ársins, að mati Time Magazine, en slíkt hné gjörbyltir göngulagi og möguleikum þeirra sem þurfa að nota gervifót. Ungur verktaki, sem missti fótinn eftir að hafa klemmst á milli bíla, segist geta unnið öll verk á slíkum fæti. Þá er Össur byrjaður að þróa nokkurs konar gervivöðva. Með þessu nýja hné er framleiðslan hjá Össuri komin á nýtt tæknistig. Þróun hnésins hefur staðið yfir í 4 ár. Árlegt blað Time Magazine þar sem fjallað er um áhugaverðustu uppfinningar ársins kom út í dag og þar er þetta gervihné, með gervigreindinni meðal þess athyglisverðasta. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri hjá Össuri, segir hnéð nema það álag sem lagt er á það og það aðlagi sig síðan að göngulagi þess sem ber hnéð og aðlagist einnig öllu óvæntu sem kunni að koma upp. Upplýsingar fyrir hnéð eru mataðar inn í lófatölvu, þannig að hnéð virki sem best fyrir þann sem notar það og fyrir þær aðstæður sem hann er við. Eitt að því sem þeir sem eru með gervifót, hafa þurft að kljást við eru misfellur. Hilmar segir þetta vandamál að miklu leyti úr sögunni með hinu nýja hné, sem byggi á algerlega nýrri tækni. Davíð Örn Ingvason missti annan fótinn þegar hann klemmdist á milli bíla við Þjórsárbrú árið 2000. Hann hefur um hríð notað nýja hnéð og segir muninn gríðarlega mikinn. Hnéð láti mjög vel að stjórn og hann detti nánast aldrei núorðið, en áður hafi hann dottið á degi hverjum. Davíð Örn vinnur sem verktaki fyrir bændur, þar sem hann þarf að ganga á mishæðóttu yfirborði og við margvíslegar aðstæður, en hann segir það ekki hamla sér við það að vera með svona gervifót. Þá segir hann fólk sem ekki veit að hann er með gervifót, almennt ekki taka eftir því. Hann segist hafa verið þrjá daga með 15 manna hóp í Danmörku og enginn hafi verið búinn að átta sig á því að hann væri með gervihné. Þessi nýja tækni mun nýtast fyrir fleiri liðamót en bara hné. Auk þess er Össur farinn að þróa gervivöðva. Hilmar segir að verið sé að þróa búnað sem kemur með hreyfingu og mun flytja þessa tækni upp á næsta stig.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira