Engar reglur um tölvuleiki 22. nóvember 2004 00:01 Móðir segir verslunina BT hafa selt þrettán ára syni hennar tölvuleik sem ekki sé ætlaður börnum að átján ára aldri. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. Virðist sem pólitískan vilja skorti. Rakel Guðmundsdóttir segir son sinn hafa keypt nýja útgáfu af leiknum Grand Theft Auto fyrir fé sem hann fékk í afmælisgjöf um dagana. Hún hafi leitað til Neytendasamtakanna, umboðsmanns barna og haft samband við menntamálaráðuneytið þar sem hún hugðist kæra verslunina til lögreglu en hafi þá komist að raun um að engar reglur giltu um tölvuleiki. "Það er slæmt að hafa engin lög og reglur um sölu á tölvuleikjum því þá eru engar forsendur til að kvarta og kæra þegar börnin komast yfir svona leiki," segir Rakel sem skilaði leiknum til verslunarinnar og fékk endurgreitt. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri BT, segir verslunina setja sér eigin reglur. Vilji börnin kaupa leiki sem erlendis séu bannaðir sé hringt í foreldra og viðskiptin borin undir þá: "Við vorum með bann við sölu til barna en fengum þá reiða foreldra í verslanirnar sem vildu leyfa kaupin." Guðmundur segir leitt að reglur hafi verið brotnar í þetta sinn. Nýverið hafi þær verið imprað á þeim á nýjan leik. Mál af sama tagi kom upp í fyrra þegar önnur útgáfa leiksins kom í sölu. Vigfús Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri tölvuverslunarinnar Start, segir leikinn skera sig úr öðrum ofbeldisleikjum þar sem leikmenn tilheyri glæpagengjum og sé hrósað fyrir barsmíðar og dráp meðal annars á börnum og konum. Leikurinn hafi mjög raunverulega ásýnd og sé vafasamur. Með nýrri útgáfu hafi ofbeldið magnast. Verslunin Start selji hann ekki en hafi aðra leiki bannaða börnum til sölu. Þeir séu ekki í hillum og aldrei í sýningarvélum verlsunarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Móðir segir verslunina BT hafa selt þrettán ára syni hennar tölvuleik sem ekki sé ætlaður börnum að átján ára aldri. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. Virðist sem pólitískan vilja skorti. Rakel Guðmundsdóttir segir son sinn hafa keypt nýja útgáfu af leiknum Grand Theft Auto fyrir fé sem hann fékk í afmælisgjöf um dagana. Hún hafi leitað til Neytendasamtakanna, umboðsmanns barna og haft samband við menntamálaráðuneytið þar sem hún hugðist kæra verslunina til lögreglu en hafi þá komist að raun um að engar reglur giltu um tölvuleiki. "Það er slæmt að hafa engin lög og reglur um sölu á tölvuleikjum því þá eru engar forsendur til að kvarta og kæra þegar börnin komast yfir svona leiki," segir Rakel sem skilaði leiknum til verslunarinnar og fékk endurgreitt. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri BT, segir verslunina setja sér eigin reglur. Vilji börnin kaupa leiki sem erlendis séu bannaðir sé hringt í foreldra og viðskiptin borin undir þá: "Við vorum með bann við sölu til barna en fengum þá reiða foreldra í verslanirnar sem vildu leyfa kaupin." Guðmundur segir leitt að reglur hafi verið brotnar í þetta sinn. Nýverið hafi þær verið imprað á þeim á nýjan leik. Mál af sama tagi kom upp í fyrra þegar önnur útgáfa leiksins kom í sölu. Vigfús Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri tölvuverslunarinnar Start, segir leikinn skera sig úr öðrum ofbeldisleikjum þar sem leikmenn tilheyri glæpagengjum og sé hrósað fyrir barsmíðar og dráp meðal annars á börnum og konum. Leikurinn hafi mjög raunverulega ásýnd og sé vafasamur. Með nýrri útgáfu hafi ofbeldið magnast. Verslunin Start selji hann ekki en hafi aðra leiki bannaða börnum til sölu. Þeir séu ekki í hillum og aldrei í sýningarvélum verlsunarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira