Lést eftir högg á kjálka 16. nóvember 2004 00:01 Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira