Lögreglumaður dæmdur í fangelsi 15. nóvember 2004 00:01 Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hallur var næstráðandi í fíkniefnadeildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakarkostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefnalögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningunum, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. "Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er honum, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir," segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað peningunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur áður sætt refsingu svo vitað sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira