Spjótunum beint að Hallgrími 14. nóvember 2004 00:01 Unnustur og eiginkonur íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sprengjuárás í Kabúl í síðasta mánuði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fjölmiðlaumfjöllun um málið er mótmælt. Þær gagnrýna sömuleiðis Hallgrím Sigurðsson, yfirmann íslensku friðargæslunnar í Kabúl, fyrir ummælin "shit happens". Í yfirlýsingunni kemur fram að konurnar telji sig tilneyddar að stíga fram mönnum sínum til varnar þar sem "þeim er sniðinn þröngur stakkur varðandi tjáningu á hluta atburðarásarinnar", eins og segir í tilkynningunni. "Sú umræða sem fer fram í fjölmiðlum, nú síðast í Fréttablaðinu, bloggsíðum og annars staðar í þjóðfélaginu þar sem dregin er upp mynd af tilfinningalausum hrokagikkjum sem láta sig mannslífin engu skipta, er komin langt umfram það sem þolanlegt er og hefur djúp áhrif á fjölskyldur okkar," segir þar enn fremur. Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, friðargæsluliðans sem slasaðist mest, segir að nokkur tími sé liðinn síðan þær sömdu yfirlýsinguna. "Við ákváðum að láta kyrrt liggja þar sem okkur fannst umfjöllunin vera að fjara út, sem okkur fannst bara gott mál. Greinin í Fréttablaðinu í gær var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Þar var verið að ásaka þá um ýmislegt og ýjað að því að lát litlu stúlkunnar væri þeim að kenna," segir hún. Í yfirlýsingunni er rótin að málinu sögð vera skortur á upplýsingum á því hvernig ummælin "shit happens" hafi verið tilkomin. Að sögn kvennanna var haldinn fundur á alþjóðaflugvellinum í Kabúl með þeim friðargæsluliðum sem ekki voru á vettvangi á Kjúklingastræti þennan örlagaríka dag. Hallgrímur Sigurðsson stýrði fundinum og fór yfir málsatvik. "Hann lauk síðan máli sínu á þann ósmekklega hátt að afgreiða afleiðingarnar í tveimur orðum "shit happens" eins og hann hefði misst af önglinum. Þennan frasa notaði hann síðan ítrekað næstu daga. Bolirnir umdeildu með þessari ógeðfelldu áletrun [...] voru gjöf frá vini þeirra sem ofbauð afgreiðsla yfirmannsins á þeim sjálfum og hinum sem annað hvort létust eða særðust þennan dag. Að klæðast bolunum var þeirra leið til að tjá andúð sína á þessari afgreiðslu." Stefán Gunnarsson segir sjálfur að þeir félagarnir hafi verið ósáttir við ýmislegt í málinu, ekki síst að hafa þurft að fylgja yfirmanni sínum í teppakaup, og tekur Eyrún undir það. "Þetta var náttúrlega verkefni sem þeir áttu ekkert að taka þátt í. Þegar þeir fóru utan átti þetta ekki að vera eitt af þeirra sviðum," segir hún. Aðspurð hvort mennirnir hyggist leita réttar síns svarar Eyrún: "Það mun tíminn bara leiða í ljós". Á sínum tíma sögðu friðargæsluliðarnir að áletruninni á bolunum hefði ekki verið beint gegn Hallgrími. Um það hvort yfirmenn mannanna hefðu bannað þeim að útskýra hvernig í pottinn hefði verið búið vildu Eyrún og Stefán ekkert segja. Hallgrímur Sigurðsson hafði ekki heyrt um yfirlýsinguna þegar haft var samband við hann í gær og vildi ekki tjá sig um efni hennar fyrr en hann hefði lesið hana. Stefán er óðum að ná heilsu og fer að líkindum aftur til Kabúl í vikunni. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Unnustur og eiginkonur íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sprengjuárás í Kabúl í síðasta mánuði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fjölmiðlaumfjöllun um málið er mótmælt. Þær gagnrýna sömuleiðis Hallgrím Sigurðsson, yfirmann íslensku friðargæslunnar í Kabúl, fyrir ummælin "shit happens". Í yfirlýsingunni kemur fram að konurnar telji sig tilneyddar að stíga fram mönnum sínum til varnar þar sem "þeim er sniðinn þröngur stakkur varðandi tjáningu á hluta atburðarásarinnar", eins og segir í tilkynningunni. "Sú umræða sem fer fram í fjölmiðlum, nú síðast í Fréttablaðinu, bloggsíðum og annars staðar í þjóðfélaginu þar sem dregin er upp mynd af tilfinningalausum hrokagikkjum sem láta sig mannslífin engu skipta, er komin langt umfram það sem þolanlegt er og hefur djúp áhrif á fjölskyldur okkar," segir þar enn fremur. Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, friðargæsluliðans sem slasaðist mest, segir að nokkur tími sé liðinn síðan þær sömdu yfirlýsinguna. "Við ákváðum að láta kyrrt liggja þar sem okkur fannst umfjöllunin vera að fjara út, sem okkur fannst bara gott mál. Greinin í Fréttablaðinu í gær var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Þar var verið að ásaka þá um ýmislegt og ýjað að því að lát litlu stúlkunnar væri þeim að kenna," segir hún. Í yfirlýsingunni er rótin að málinu sögð vera skortur á upplýsingum á því hvernig ummælin "shit happens" hafi verið tilkomin. Að sögn kvennanna var haldinn fundur á alþjóðaflugvellinum í Kabúl með þeim friðargæsluliðum sem ekki voru á vettvangi á Kjúklingastræti þennan örlagaríka dag. Hallgrímur Sigurðsson stýrði fundinum og fór yfir málsatvik. "Hann lauk síðan máli sínu á þann ósmekklega hátt að afgreiða afleiðingarnar í tveimur orðum "shit happens" eins og hann hefði misst af önglinum. Þennan frasa notaði hann síðan ítrekað næstu daga. Bolirnir umdeildu með þessari ógeðfelldu áletrun [...] voru gjöf frá vini þeirra sem ofbauð afgreiðsla yfirmannsins á þeim sjálfum og hinum sem annað hvort létust eða særðust þennan dag. Að klæðast bolunum var þeirra leið til að tjá andúð sína á þessari afgreiðslu." Stefán Gunnarsson segir sjálfur að þeir félagarnir hafi verið ósáttir við ýmislegt í málinu, ekki síst að hafa þurft að fylgja yfirmanni sínum í teppakaup, og tekur Eyrún undir það. "Þetta var náttúrlega verkefni sem þeir áttu ekkert að taka þátt í. Þegar þeir fóru utan átti þetta ekki að vera eitt af þeirra sviðum," segir hún. Aðspurð hvort mennirnir hyggist leita réttar síns svarar Eyrún: "Það mun tíminn bara leiða í ljós". Á sínum tíma sögðu friðargæsluliðarnir að áletruninni á bolunum hefði ekki verið beint gegn Hallgrími. Um það hvort yfirmenn mannanna hefðu bannað þeim að útskýra hvernig í pottinn hefði verið búið vildu Eyrún og Stefán ekkert segja. Hallgrímur Sigurðsson hafði ekki heyrt um yfirlýsinguna þegar haft var samband við hann í gær og vildi ekki tjá sig um efni hennar fyrr en hann hefði lesið hana. Stefán er óðum að ná heilsu og fer að líkindum aftur til Kabúl í vikunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira