Spjótunum beint að Hallgrími 14. nóvember 2004 00:01 Unnustur og eiginkonur íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sprengjuárás í Kabúl í síðasta mánuði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fjölmiðlaumfjöllun um málið er mótmælt. Þær gagnrýna sömuleiðis Hallgrím Sigurðsson, yfirmann íslensku friðargæslunnar í Kabúl, fyrir ummælin "shit happens". Í yfirlýsingunni kemur fram að konurnar telji sig tilneyddar að stíga fram mönnum sínum til varnar þar sem "þeim er sniðinn þröngur stakkur varðandi tjáningu á hluta atburðarásarinnar", eins og segir í tilkynningunni. "Sú umræða sem fer fram í fjölmiðlum, nú síðast í Fréttablaðinu, bloggsíðum og annars staðar í þjóðfélaginu þar sem dregin er upp mynd af tilfinningalausum hrokagikkjum sem láta sig mannslífin engu skipta, er komin langt umfram það sem þolanlegt er og hefur djúp áhrif á fjölskyldur okkar," segir þar enn fremur. Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, friðargæsluliðans sem slasaðist mest, segir að nokkur tími sé liðinn síðan þær sömdu yfirlýsinguna. "Við ákváðum að láta kyrrt liggja þar sem okkur fannst umfjöllunin vera að fjara út, sem okkur fannst bara gott mál. Greinin í Fréttablaðinu í gær var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Þar var verið að ásaka þá um ýmislegt og ýjað að því að lát litlu stúlkunnar væri þeim að kenna," segir hún. Í yfirlýsingunni er rótin að málinu sögð vera skortur á upplýsingum á því hvernig ummælin "shit happens" hafi verið tilkomin. Að sögn kvennanna var haldinn fundur á alþjóðaflugvellinum í Kabúl með þeim friðargæsluliðum sem ekki voru á vettvangi á Kjúklingastræti þennan örlagaríka dag. Hallgrímur Sigurðsson stýrði fundinum og fór yfir málsatvik. "Hann lauk síðan máli sínu á þann ósmekklega hátt að afgreiða afleiðingarnar í tveimur orðum "shit happens" eins og hann hefði misst af önglinum. Þennan frasa notaði hann síðan ítrekað næstu daga. Bolirnir umdeildu með þessari ógeðfelldu áletrun [...] voru gjöf frá vini þeirra sem ofbauð afgreiðsla yfirmannsins á þeim sjálfum og hinum sem annað hvort létust eða særðust þennan dag. Að klæðast bolunum var þeirra leið til að tjá andúð sína á þessari afgreiðslu." Stefán Gunnarsson segir sjálfur að þeir félagarnir hafi verið ósáttir við ýmislegt í málinu, ekki síst að hafa þurft að fylgja yfirmanni sínum í teppakaup, og tekur Eyrún undir það. "Þetta var náttúrlega verkefni sem þeir áttu ekkert að taka þátt í. Þegar þeir fóru utan átti þetta ekki að vera eitt af þeirra sviðum," segir hún. Aðspurð hvort mennirnir hyggist leita réttar síns svarar Eyrún: "Það mun tíminn bara leiða í ljós". Á sínum tíma sögðu friðargæsluliðarnir að áletruninni á bolunum hefði ekki verið beint gegn Hallgrími. Um það hvort yfirmenn mannanna hefðu bannað þeim að útskýra hvernig í pottinn hefði verið búið vildu Eyrún og Stefán ekkert segja. Hallgrímur Sigurðsson hafði ekki heyrt um yfirlýsinguna þegar haft var samband við hann í gær og vildi ekki tjá sig um efni hennar fyrr en hann hefði lesið hana. Stefán er óðum að ná heilsu og fer að líkindum aftur til Kabúl í vikunni. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Unnustur og eiginkonur íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sprengjuárás í Kabúl í síðasta mánuði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fjölmiðlaumfjöllun um málið er mótmælt. Þær gagnrýna sömuleiðis Hallgrím Sigurðsson, yfirmann íslensku friðargæslunnar í Kabúl, fyrir ummælin "shit happens". Í yfirlýsingunni kemur fram að konurnar telji sig tilneyddar að stíga fram mönnum sínum til varnar þar sem "þeim er sniðinn þröngur stakkur varðandi tjáningu á hluta atburðarásarinnar", eins og segir í tilkynningunni. "Sú umræða sem fer fram í fjölmiðlum, nú síðast í Fréttablaðinu, bloggsíðum og annars staðar í þjóðfélaginu þar sem dregin er upp mynd af tilfinningalausum hrokagikkjum sem láta sig mannslífin engu skipta, er komin langt umfram það sem þolanlegt er og hefur djúp áhrif á fjölskyldur okkar," segir þar enn fremur. Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar, friðargæsluliðans sem slasaðist mest, segir að nokkur tími sé liðinn síðan þær sömdu yfirlýsinguna. "Við ákváðum að láta kyrrt liggja þar sem okkur fannst umfjöllunin vera að fjara út, sem okkur fannst bara gott mál. Greinin í Fréttablaðinu í gær var hins vegar kornið sem fyllti mælinn. Þar var verið að ásaka þá um ýmislegt og ýjað að því að lát litlu stúlkunnar væri þeim að kenna," segir hún. Í yfirlýsingunni er rótin að málinu sögð vera skortur á upplýsingum á því hvernig ummælin "shit happens" hafi verið tilkomin. Að sögn kvennanna var haldinn fundur á alþjóðaflugvellinum í Kabúl með þeim friðargæsluliðum sem ekki voru á vettvangi á Kjúklingastræti þennan örlagaríka dag. Hallgrímur Sigurðsson stýrði fundinum og fór yfir málsatvik. "Hann lauk síðan máli sínu á þann ósmekklega hátt að afgreiða afleiðingarnar í tveimur orðum "shit happens" eins og hann hefði misst af önglinum. Þennan frasa notaði hann síðan ítrekað næstu daga. Bolirnir umdeildu með þessari ógeðfelldu áletrun [...] voru gjöf frá vini þeirra sem ofbauð afgreiðsla yfirmannsins á þeim sjálfum og hinum sem annað hvort létust eða særðust þennan dag. Að klæðast bolunum var þeirra leið til að tjá andúð sína á þessari afgreiðslu." Stefán Gunnarsson segir sjálfur að þeir félagarnir hafi verið ósáttir við ýmislegt í málinu, ekki síst að hafa þurft að fylgja yfirmanni sínum í teppakaup, og tekur Eyrún undir það. "Þetta var náttúrlega verkefni sem þeir áttu ekkert að taka þátt í. Þegar þeir fóru utan átti þetta ekki að vera eitt af þeirra sviðum," segir hún. Aðspurð hvort mennirnir hyggist leita réttar síns svarar Eyrún: "Það mun tíminn bara leiða í ljós". Á sínum tíma sögðu friðargæsluliðarnir að áletruninni á bolunum hefði ekki verið beint gegn Hallgrími. Um það hvort yfirmenn mannanna hefðu bannað þeim að útskýra hvernig í pottinn hefði verið búið vildu Eyrún og Stefán ekkert segja. Hallgrímur Sigurðsson hafði ekki heyrt um yfirlýsinguna þegar haft var samband við hann í gær og vildi ekki tjá sig um efni hennar fyrr en hann hefði lesið hana. Stefán er óðum að ná heilsu og fer að líkindum aftur til Kabúl í vikunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira