Afbrýðisemi leiddi til höggsins 14. nóvember 2004 00:01 Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að dauða danska hermannsins í Keflavík í fyrrakvöld var látinn laus í dag. Lögregla segir málið upplýst og að játning mannsins liggi fyrir. Kona sem stóð við hliðina á Dananum þegar hann var kýldur segir að afbrýðisemi sé rót þessa harmleiks. Danskur hermaður lést í fyrrinótt eftir að hafa verið sleginn einu höggi í andlitið inni á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Sá sem höggið veitti er 29 ára gamall Skoti sem búsettur hefur verið hér á landi um nokkura ára skeið. Lögreglan í Keflavík handtók manninn sömu nótt og var hann í gær úrskurðaður í tveggja sólarhringa gæsluvarðhald. Lögreglan hefur tekið skýrslur af um tug vitna sem voru á skemmtistaðnum þegar atburðurinn átti sér stað, og segir að atburðarásin liggi nú ljós fyrir. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að maðurinn hafi skýlaust játað að hafa kýlt Danann, sem hét Flemming Tolstrup, en vill ekki fara í smáatriðum yfir það sem gerðist. Hann segir þó ljóst að ekki hafi verið ásetningur mannsins að bana Tolstrup. Dagný Ósk Arnarsdóttir stóð við hlið Danans þegar hann var sleginn. Hún segir tvo Dani hafa verið að ræða við sig og eiginkonu þess sem höggið veitti. Afbrýðisemi hafi komið upp hjá hinum grunaða og hann hafi í kjölfarið kýlt hinn látna. Hún segir að maðurinn hafi einungis fengið eitt högg í andlitið, hnigið niður og misst meðvitund þegar í stað. Hún ásamt félaga Danans reyndu þá vekja hann til meðvitundar, en án árangurs. Hún segir að þegar hún hafi tekið undir höfuð Danans hafi hún fundið að eitthvað mikið væri að. Dagný segist hafa orðið fyrir miklu áfalli í kjölfarið og lítið hafa sofið síðan. Henni var ekki boðin nein áfallahjálp en leitaði sjálf aðstoðar á heilsugæslustöðinni í dag og segist þar hafa átt gott samtal við lækni og fengið töflur til að geta sofið. Dagný segist sannfærð um að illur ásetningur hafi ekki legið að baki þessa verknaðar, afbrýðisemi hafi bara rænt manninn dómgreind. Hún segir rétt að fólk hafi það í huga að eitt högg geti haft afar alvarlegar afleiðingar. Betra væri að hugsa aðeins áður en hnefinn er reiddur til höggs. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að dauða danska hermannsins í Keflavík í fyrrakvöld var látinn laus í dag. Lögregla segir málið upplýst og að játning mannsins liggi fyrir. Kona sem stóð við hliðina á Dananum þegar hann var kýldur segir að afbrýðisemi sé rót þessa harmleiks. Danskur hermaður lést í fyrrinótt eftir að hafa verið sleginn einu höggi í andlitið inni á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Sá sem höggið veitti er 29 ára gamall Skoti sem búsettur hefur verið hér á landi um nokkura ára skeið. Lögreglan í Keflavík handtók manninn sömu nótt og var hann í gær úrskurðaður í tveggja sólarhringa gæsluvarðhald. Lögreglan hefur tekið skýrslur af um tug vitna sem voru á skemmtistaðnum þegar atburðurinn átti sér stað, og segir að atburðarásin liggi nú ljós fyrir. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að maðurinn hafi skýlaust játað að hafa kýlt Danann, sem hét Flemming Tolstrup, en vill ekki fara í smáatriðum yfir það sem gerðist. Hann segir þó ljóst að ekki hafi verið ásetningur mannsins að bana Tolstrup. Dagný Ósk Arnarsdóttir stóð við hlið Danans þegar hann var sleginn. Hún segir tvo Dani hafa verið að ræða við sig og eiginkonu þess sem höggið veitti. Afbrýðisemi hafi komið upp hjá hinum grunaða og hann hafi í kjölfarið kýlt hinn látna. Hún segir að maðurinn hafi einungis fengið eitt högg í andlitið, hnigið niður og misst meðvitund þegar í stað. Hún ásamt félaga Danans reyndu þá vekja hann til meðvitundar, en án árangurs. Hún segir að þegar hún hafi tekið undir höfuð Danans hafi hún fundið að eitthvað mikið væri að. Dagný segist hafa orðið fyrir miklu áfalli í kjölfarið og lítið hafa sofið síðan. Henni var ekki boðin nein áfallahjálp en leitaði sjálf aðstoðar á heilsugæslustöðinni í dag og segist þar hafa átt gott samtal við lækni og fengið töflur til að geta sofið. Dagný segist sannfærð um að illur ásetningur hafi ekki legið að baki þessa verknaðar, afbrýðisemi hafi bara rænt manninn dómgreind. Hún segir rétt að fólk hafi það í huga að eitt högg geti haft afar alvarlegar afleiðingar. Betra væri að hugsa aðeins áður en hnefinn er reiddur til höggs.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira