Félögin bera siðferðislega ábyrgð 11. nóvember 2004 00:01 Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira