Innlent

Ærðist í Hrauneyjum

Maður á sjötugsaldri var handtekinn í íbúðaskála við Hrauneyjarfossvirkjun í gærmorgun eftir að hafa skotið upp í loftið úr riffli. Lögreglunni á Hvolsvelli barst tilkynning um skothríðina á fimmta tímanum í fyrrinótt. Maðurinn var einn þeirra átta starfsmanna Landsvirkjunar sem sagt var upp störfum í fyrradag. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rætt hafi verið við hvern og einn og boðin hjálp við að finna ný störf. Þá hafi mönnunum verið veitt áfallahjálp vegna uppsagnanna. Því harmi fyrirtækið mjög atburðinn í fyrrinótt. Lögreglan sleppti manninum að lokinni yfirheyrslu og lagði hald á þrjú skotvopn í hans eigu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×