Innlent

Vetnishúsið sigrar í Kína

Stöllurnar Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir báru sigur úr býtum í keppni í Kína þar sem verkfræðingar framtíðarinnar kynntu hugmyndir sínar. Lögðu þær fram verkefni sitt "Vetnishúsið" en það hafði áður unnið fyrstu verðlaun í Landskeppni ungra vísindamanna á Íslandi. 300 þátttakendur frá 18 þjóðum tóku þátt í keppninni ytra. Dvelja þær nú í Shanghai ásamt aðstoðarskólastjóra Fjölbrautaskólans í Ármúla en þar voru þær við nám á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×