Menning

Gistinóttum fækkaði um 15%

Gistinóttum á Norðurlandi fækkaði um 15% í septembermánuði en fjölgaði talsvert í öllum öðrum landshlutum. Þeim fjölgaði til dæmis um þrjú þúsund á höfuðborgarsvæðinu, urðu rösklega 53 þúsund, sem er rúmlega 6% fjölgun. Þeim fjölgaði um rösk 11% á Austurlandi en aðeins þrjú hundruð nátta viðbót stendur undir þeirri aukningu. Á Suðurlandi nam aukningin tæpum 12% og tæpum 9% á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Engar skýringar er hins vegar að finna á mikilli fækkun á Norðurlandi. Íslendingar eiga mestan þátt í fjölguninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×